Hannes skrifar undir á morgun

Hannes Þór Halldórsson, til hægri, semur að óbreyttu við NEC …
Hannes Þór Halldórsson, til hægri, semur að óbreyttu við NEC Nijmegen. mbl.is/Golli

Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, mun að öllum líkindum staðfesta félagaskipti sín til hollenska úrvalsdeildarliðsins NEC Nijmegen á morgun, þriðjudag. Hann kemur til liðsins frá Sandnes Ulf í Noregi og mun því væntanlega spila sinn síðasta leik fyrir félagið gegn Hönefoss í dag.

„Félögin eru búin að ná samkomulagi svo þetta virðist vera að smella og bara formsatriði eftir. Það er ekki nema eitthvað óvænt komi upp að það detti upp fyrir,“ sagði Hannes í samtali við Morgunblaðið, en hans bíður tveggja ára samningur á borðinu.

Miklu meiri áhuga á Hollandi

Hannes hefur verið orðaður við ýmis lið síðustu vikur og meðal annars kom tilboð frá Tyrklandi. „Það var í rauninni betra, en ég hef miklu meiri áhuga á að fara til Hollands enda er það ein sterkasta deild í heimi og betra fyrir fjölskylduna. Það er miklu meira spennandi og það var aldrei tekið neitt áfram þetta með Tyrkland,“ segir Hannes. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert