Verð að bíða þolinmóður

Ingvar Jónsson markvörður.
Ingvar Jónsson markvörður. Ljósmynd/Adam Jastrzebowsk

„Ég er opinn fyrir því að leika sem lánsmaður með Sandnes út þetta tímabil. Gallinn er hinsvegar sá að Start er bara með tvo markverði og þyrfti þá að finna sér annan í stað mín,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður hjá Start í Noregi, við Morgunblaðið í gær.

Sandnes Ulf, sem missti landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til NEC í Hollandi fyrr í vikunni, vill fá Ingvar til að fylla hans skarð.

Ingvar kom til Start í vetur frá Stjörnunni en hefur aðeins fengið tækifæri í einum leik í úrvalsdeildinni og annars verið varamaður fyrir Håkon Opdal í leikjum tímabilsins. Hann er þó ekki bjartsýnn á að af því verði að hann fari til Sandnes.

„Svo gæti Håkon farið í júlí og samið við annað félag. Hans samningur rennur út eftir tímabilið og þeir hjá Start hafa gefið í skyn að ég sé þeirra framtíðarmarkvörður og verði númer eitt á næsta tímabili. Maður verður því bara að bíða þolinmóður og sjá hvað gerist á komandi vikum,“ sagði Ingvar Jónsson sem hefur verið af og til í íslenska landsliðshópnum og hefur spilað tvo A-landsleiki á undanförnum mánuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert