Hreinsar enn upp draslið eftir Mourinho

Rafael Benitez.
Rafael Benitez. AFP

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Real Madrid, er enn eina ferðina í því hlutverki að hreinsa upp draslið eftir Jose Mourinho, ef marka má eiginkonu þess spænska, Montaserrat Seara.

Þetta er nú í þriðja sinn sem Benítez stjórnar liði sem Mourinho hefur verið hjá áður. Hann tók við Inter Mílanó eftir Mourinho árið 2010, en entist einungis hálft ár í starfi. Hann tók við Chelsea um tíma nokkrum árum eftir að Mourinho fór þaðan fyrst, og nú hefur hann tekið við Madrídingum, tveimur árum á eftir Portúgalanum.

„Það eru ekki mörg félög til sem eru í heimsklassa, svo skiljanlega hafa leiðir þeirra skarast nokkrum sinnum. Benítez hefur verið í því að hreinsa upp draslið eftir hann (Mourinho),“ sagði Seara, og býst ekki við að eiginmaður sinn muni nokkurn tímann leggja fótboltann á hilluna.

„Ég held hann muni aldrei setjast í helgan stein og hann á örugglega 20 góð ár eftir í boltanum,“ sagði hún um hinn 55 ára gamla eiginmann sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert