Þjálfari meistaranna rekinn fyrir að kýla blaðamann

Miguel Herrera.
Miguel Herrera. AFP

Miguel Herrera, þjálfari mexíkóska landsliðsins í knattspyrnu, var í dag látinn taka poka sinn aðeins sólarhring eftir að hann vann Gullbikarinn með liðinu.

Mexíkó fór alla leið í Gullbikarnum þetta árið, en liðið sigraði Jamaíka með einu marki gegn engu á sunnudag.

Aðeins 24 klukkustundum eftir að liðið vann bikarinn þá ákvað Herrera að kýla Christian Martinoli, blaðamann hjá TV Azteca, í hálsinn á flugvellinum í Philadelphia.

Mexíkóska knattspyrnusambandið tók málið fyrir og ákvað að láta hann taka poka sinn, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu.

„Eftir að hafa rætt við alla kollega mína sem eru í knattspyrnusambandinu þá hefur sú ákvörðun verið tekin að Miguel Herrera láti af störfum sem þjálfari Mexíkó,“ sagði í tilkynningu frá sambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert