Erfið staða hjá Kára og félögum

Kári Árnason á heimavelli Malmö eftir að hafa skrifað undir …
Kári Árnason á heimavelli Malmö eftir að hafa skrifað undir samning við félagið. mbl.is / Mynd af opinberri heimasíðu Malmö

Malmö FF tapaði fyrir Redbull Salzburg, 2:0, er liðin mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Austurríki í kvöld, en Kári Árnason var í byrjunarliði Malmö.

Kári gekk til liðs við Malmö á dögunum eftir að hafa leikið með Rotherham United, en hann var á sínum stað í byrjunarliðinu í kvöld.

Hann fékk gult spjald strax á þriðju mínútu leiksins, en Malmö hélt vel í við Salzburg framan af og var staðan markalaus í hálfleik. Malmö skoraði mark í fyrri hálfleiknum, en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Í byrjun síðari hálfleik komst Salzburg yfir með marki frá Andreas Ulmer áður en Martin Hinteregger bætti við öðru undir lok leiksins með marki úr vítaspyrnu, en ljóst er að þetta mark gæti þýtt mikið er liðin mætast í Svíþjóð í síðari leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert