Platini staðfestir framboð til forseta

Sepp Blatter, fráfarandi forseti, og Michel Platini.
Sepp Blatter, fráfarandi forseti, og Michel Platini. AFP

Michel Platini, forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, opinberaði nú fyrir hádegi að hann muni bjóða sig fram til forseta FIFA.

Svisslendingurinn Sepp Blatter hefur tilkynnt að hann muni láta staðar numið og verður ekki í framboði en hann hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998. Kosið verður þann 26. febrúar næstkomandi.

„Það koma tímar í lífinu þar sem þú þarft að setja örlögin í eigin hendur. Ég er á þeim stað og vil taka slaginn í að skapa framtíð FIFA,“ segir Platini í tilkynningu sem hann sendi til allra sérsambanda FIFA.

Platini er á sínu þriðja kjörtímabili sem forseti UEFA en hann var þrívegis kjörinn Knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann var leikmaður Juventus á níunda áratug síðustu aldar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert