Blásið af eftir að leikmaður var grýttur

Ondrej Duda er borinn af velli í dag.
Ondrej Duda er borinn af velli í dag.

Leik FK Kukesi og Legia Varsjá í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag var blásinn af eftir að Ondrej Duda, leikmaður Legia, var grýttur af stuðningsmönnum albanska félagsins Kukesi.

Gert var hlé á leiknum og Duda var borinn af velli á sjúkrabörum. Hann skipti um treyju og bjó sig undir að fara á völlinn á ný en það varð aldrei að því vegna þess að dómarinn ákvað að blása leikinn af.

Seinni viðureign liðanna mun fara fram í Varsjá í Póllandi þann 6. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert