Malmö gerði jafntefli við botnliðið

Kári Árnason og félagar hans í Malmö fóru illa að …
Kári Árnason og félagar hans í Malmö fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við botnlið sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. mbl.is / Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kári Árnason og félagar hans í Malmö gerðu í dag 2:2 jafntelfi við Åtvidabergs sem er á botni sænsku úrvalsdeildarinnar. Serbneski sóknarmaðurinn Nikola Durdic skoraði bæði mörk Malmö í leiknum.

Malmö missti af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttu deildarinnar með þessu jafntefli, en liðið er í fimmta sæti deildarinnar með 30 stig fimm stigum frá Hjálmari Jónssyni og félögum í IFK Gautaborg sem er á toppi deildarinnar.

Malmö lenti 2:0 undir í leiknum og þannig var staðan í hálfleik. Malmö bjargaði hins vegar andlitinu í seinni hálfleik og Nikola Djurdjic tryggði Malmö stig með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Kári fékk gult spjald á 77. mínútu leiksins.

Næsti leikur Malmö er gegn Salzburg í seinni leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö tapaði fyrri leik liðanna á útivelli með tveimur mörkum gegn engu og þarf því að skora í það minnsta tvö mörk á heimavelli á miðvikudaginn ef liðið ætlar sér áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert