Ajax missti af Meistaradeildinni

Leikmenn Ajax súrir í kvöld.
Leikmenn Ajax súrir í kvöld. AFP

Hollenska knattspyrnuliðið Ajax munu ekki taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár eftir tap fyrir Rapid Vín frá Austurríki í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppninnar.

Rapid vann fyrri leikinn í Vínarborg 2:1 og gerði gott betur í Amsterdam í kvöld og fór með 3:2 sigur af hólmi. Þeir unnu einvígið því samanlagt 5:4 og fara áfram í umspil um sæti í riðlakeppninni, en Ajax fer í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðið hafði orðið hollenskur meistari fjögur ár í röð og þar með komist beint í riðlakeppnina. PSV varð hinsvegar meistari í vor og fer í riðlakeppnina en Ajax þurfti að hefja keppni í 3. umferð forkeppninnar í staðinn.

Kolbeinn Sigþórsson hefur leikið með Ajax síðustu ár en gekk í sumar til liðs við franska liðið Nantes.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert