Engin takmörk fyrir því hve stórt þetta getur orðið

Kristinn Steindórsson á ferðinni í Bandaríkjunum.
Kristinn Steindórsson á ferðinni í Bandaríkjunum. Heimasíða Columbus Crew

Kristinn Steindórsson er eini Íslendingurinn sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, en hann hélt í byrjun árs í víking vestur um haf og samdi þar við lið Columbus Crew frá samnefndri borg í Ohio-ríki.

Kristinn kom frá Halmstad í Svíþjóð, þar sem hann vakti verðskuldaða athygli, en hann segir gæðin vestra hafa komið sér á óvart og það hafi verið fjölmargt sem þurfti að venjast eftir komuna þangað.

„Það er mikið um ferðalög og langar vegalengdir og svo hefur veðurfarið ekki síst áhrif, að fara héðan frá Ohio niður til Orlando þar sem er kannski rúmlega 30 stiga hiti og gríðarlegur raki. Svo breytirðu um tímabelti og annað í öllum ferðalögunum svo það tekur tíma að venjast þessu,“ segir Kristinn í samtali við Morgunblaðið, en liðið ferðast að mestu með almenningsflugi landshorna á milli og þarf oft að millilenda í það minnsta einu sinni.

„Einu sinni fengum við einkaflug þegar við spiluðum í Vancouver í Kanada og þremur dögum seinna í Boston. Það var um sex tíma flug þar á milli, það tekur á að vera alltaf á flugi og þurfa að venjast mismunandi veðri og tíma. En það er einnig gaman að ferðast um og sjá nýja staði,“ segir Kristinn og telur deildina mun sterkari en fólk haldi.

Nánar er rætt við Kristinn Steindórsson í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert