Solskjær í viðræðum við Toronto

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær er í viðræðum við Toronto F.C. í MLS-deildinni í knattspyrnu um að taka við sem þjálfari liðsins. 

Solskjær lék fyrir United frá 1996-2007 og varð fljótt feykivinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Hann skoraði meðal annars sigurmarkið í uppbótartíma í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 1999. Á þjálfaraferli sínum hefur hann stýrt varaliði Manchester United, Molde og Cardiff City á þjálfaraferli sínum. Hann varð norskur meistari með Molde í tvígang, árið 2011 og 2012.

Toronto er kanadískt félag, eitt af tveimur í MLS, en hin félögin eru bandarísk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert