Liverpool nokkuð heppið með riðil

Ragnar Sigurðsson spilar á Westfallenstadion í vetur.
Ragnar Sigurðsson spilar á Westfallenstadion í vetur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Dregið var í riðla í Evrópudeildnni í knatt­spyrnu karla í Mónakó í dag. Fjögur Íslendingalið voru í pottinum í dag. Liverpool er í riðli með Rubin Kazan, Bordeaux og Sion og Ragnar Sigurðsson mun spila á Westfalenstadion þar sem Krasnodar mætir Borussia Dortmund. Sjá má riðlaskipt­ing­una alla í þess­ari frétt.  

Birkir Bjarnason og félagar hans í Basel eru í riðli með Fiorentina, Lech Poznan og Belenensens.

Rosenborg, lið Hólmars Eyjólfssonar mun mæta Dnipro, Lazio og Saint Etienne í riðlakeppninni.

Midtjylland þar sem Eyjólfur Héðinsson er meðal leikmanna sem sló Southampton úr leik í umspili um sæti í Evrópudeildinni drógst gegn Napoli, Club Brugge og Legia. Þá er Tottenham Hotspur í riðli með Anderlecht, Monaco og Qarabag.

Riðlaskipt­ing­una alla má sjá hér að neðan.

A riðill:
Ajax
Celtic
Fenerbache
Molde

B riðill:
Rubin Kazan
Liverpool
Bordeaux
Sion

C riðill:
Borussia Dortmund
PAOK
Krasnodar
Qabala

D riðill:
Napoli
Club Brugge
Legia
Midtjylland

E riðill:
Villareal
Plzen
Rapid Wien
Dinamo Minsk

F riðill:
Marseille
Braga
Liberec
Groningen

G riðill:
Dnipro
Lazio
Saint Etienne
Rosenborg

H riðill: 
Sporting Lissabon
Besiktas
Lokomotiv Moskva
Skenderbeu

I riðill: 
Basel
Fiorentina
Lech Poznan
Belenensens

J riðill: 
Tottenham 
Anderlecht
Monaco
Qarabag

K riðill: 
Schalke
APOEL Nicosia
Sparta Prag
Asteras

L riðill: 
Athletic Bilbao
AZ Alkmaar
Augsburg
Partizan Belgrad

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert