Fullkominn leikur hjá Real Madrid

James Rodriguez.
James Rodriguez. AFP

Real Madrid vann 5:0 stórsigur á Real Betis þegar liðin mættust í 2. umferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn var sannkölluð veisla yfir áhorfendur og var hvert frábæra markið skorað á fætur öðru.

Madrídingar höfðu yfirhöndina allan leikinn og voru komnir í forystu strax á 2. mínútu þegar Gareth Bale skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá James Rodriguez sem var án efa maður leiksins. Rodriguez bætti sjálfur öðru markinu við með frábæru marki í stöngina og inn úr aukaspyrnu. 

Karim Benzema skoraði síðan þriðja mark Real á 47. mínútu með skalla eftir flott samspil á milli Bale og James. Tveimur mínútum síðar skoraði James sitt annað mark úr bakfallsspyrnu sem hann stillti upp fyrir sjálfur með fyrstu snertingunni.

Gareth Bale átti síðasta höggið á 89. mínútu með hörkuskoti í stöngina og inn af löngu færi. Lokatölur voru 5:0 og stórsigur Real Madrid staðreynd. 

Eins og töfraþríeyki Barcelona er Cristiano Ronaldo ekki enn kominn í sitt besta form en hann virtist glíma við hnémeiðsli í leiknum. Honum tókst þó engu að síður að koma sér í góða stöðu til þess að skora nokkrum sinnum en hann komst ekki á blað í þetta sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert