Glódís Perla á toppinn í Svíþjóð

Glódís Perla Viggósdóttir fór til Eskilstuna í vetur eftir að …
Glódís Perla Viggósdóttir fór til Eskilstuna í vetur eftir að hafa orðið Íslands- og bikarmeistari með Stjörnunni í fyrra.

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Eskilstuna komust í kvöld í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Eskilstuna átti ekki í vandræðum með botnlið AIK á útivelli, en kamerúnska landsliðskonan Gaelle Enganamouit skoraði þrennu í 3:0 sigri liðsins. Glódís spilaði að venju allan leikinn með Eskilstuna, sem fór upp fyrir meistarana í Rosengård, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur.

Eskilstuna hefur 37 stig á toppnum, tveimur meira en Rosengård, eftir sextán leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert