Hörður samdi við Cesena

Hörður Björgvin Magnússon við undirskriftina í dag.
Hörður Björgvin Magnússon við undirskriftina í dag. Úr einkasafni

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Juventus á Ítalíu, skrifaði í dag undir eins árs lánssamning við Cesena sem leikur í B-deildinni þar í landi.

Juventus og Cesena komust að samkomulagi fyrir helgi um að lána Hörð aftur til Cesena, en hann lék 12 deildarleiki með liðinu í A-deildinni á síðustu leiktíð.

Í lánssamningnum er klásúla sem gerir Cesena kleyft að kaupa Hörð á 1,3 milljónir evra fari svo að liðið komist aftur upp í A-deildina.

Hann skrifaði undir lánssamninginn nú rétt í þessu og fer því að undirbúa sig með liðinu fyrir fyrsta leik í B-deildinni þar sem liðið mætir Brescia þann 6. september.

Hörður er 22 ára gamall varnarmaður en hann á að baki 2 leiki fyrir íslenska A-landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert