„Verðum að vinna þessa leiki“

Arjen Robben sækir að Ragnari Sigurðssyni.
Arjen Robben sækir að Ragnari Sigurðssyni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Arjen Robben nýr fyrirliði hollenska landsliðsins í kattspyrnu er bjartsýnn á að Hollendingar fá góða niðurstöðu í næstu tveimur leikjum sínum í undankeppni Evrópumótsins.

Hollendingar taka á móti Íslendingum á Amsterdam Arena vellinum á fimmtudaginn og sækja svo Tyrki heim á sunnudaginn.

„Þessi hópur hefur nóg gæði. Það er mjög mikilvægir leikir framundan og við verðum að vinna þessa tvo leiki. Það er það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Robben við fréttamenn í dag en Hollendingar hefja eins og Íslendingar undirbúning sinn fyrir leikinn í dag.

Robben var á dögunum skipaður nýr fyrirliði í stað Robin van Persie en Hollendingar leika á fimmtudaginn sinn fyrsta leik undir stjórn Danny Blind sem ráðinn var eftirmaður Guus Hiddink. Robben, sem er 31 árs gamall og leikur með Bayern München, á að baki 86 landsleiki og hefur í þeim skorað 28 mörk.

Ísland er efst í riðlinum þegar fjórar umferðir eru eftir. Íslendingar eru með 15 stig, Tékkar 13, Hollendingar 10, Tyrkir 8, Lettar 3 og Kasakstan er í botnsætinu með 1 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert