Hollendingar blása til stórsóknar í Amsterdam

Arjen Robben á æfingu hollenska landsliðsins í gær.
Arjen Robben á æfingu hollenska landsliðsins í gær. AFP

Þó að aðeins séu liðnir ellefu mánuðir síðan Ísland mætti Hollandi á eftirminnilegu kvöldi í Laugardal hefur talsvert breyst í herbúðum hollenska liðsins. Danny Blind er orðinn aðalþjálfari, eftir að hafa verið Guus Hiddink til aðstoðar, og ljóst er að þó nokkrar breytingar verða á byrjunarliðinu frá því sem tapaði 2:0 fyrir Íslandi í undankeppni EM í knattspyrnu.

Miðað við líklegt byrjunarlið Blinds í kvöld, í þessum fyrsta leik hans við stjórnvölinn, er óhætt að segja að blásið sé til stórsóknar. Fyrstan ber auðvitað að nefna Arjen Robben, einn albesta knattspyrnumann veraldar, sem verður líklega á hægri kantinum og þjarmar að Ara Frey Skúlasyni.

Robben var langlíflegastur í sókn Hollands gegn Íslandi í síðasta leik á meðan Jeremain Lens var steingeldur á vinstri kantinum. Þar verður nú í hans stað United-maðurinn Memphis Depay, ef að líkum lætur. Memphis hefur sýnt frábæra takta í upphafi tímabils á Englandi og sennilega stafar litlu minni hætta af honum en Robben. Á milli þeirra verður Klaas-Jan Huntelaar eða Robin van Persie, en sá síðarnefndi er í lítilli leikæfingu. Báðir eru auðvitað miklir markahrókar.

Sjá greinina um Hollendinga í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert