Fyrsti ósigur á heimavelli í EM í 52 ár

Leikmenn íslenska landsliðsins fagna eftir sigurinn í gær en Wesley …
Leikmenn íslenska landsliðsins fagna eftir sigurinn í gær en Wesley Sneijder er niðurbrotinn. AFP

Hollendingar eru í sárum eftir ósigurinn gegn Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins í Amsterdam í gær.

Dagblaðið Volkskrant greinir frá því að tapið í gær sé það fyrsta í 52 ár hjá Hollendingum á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins en síðast töpuðu Hollendingar, 2:1 fyrir Lúxemborg í Rotterdam árið 1963.

Þá segir blaðið frá því að Ísland sé fyrsta þjóðin sem vinnur Hollendinga í báðum leikjunum í undankeppni Evrópumótsins.

Möguleikar Hollendinga á að komast í úrslitakeppnina í Frakklandi á næsta ári felast í því að ná þriðja sætinu og komast þannig í umspil en þeir eru sex stigum á eftir Tékkum sem eru í öðru sætinu og átta stigum á eftir Íslendingum sem tróna á toppnum.

Hollendingar sækja Tyrki heim á sunnudaginn en Tyrkir eru stigi á eftir Hollendingum í fjórða sætinu. Ljóst er að fyrirliðinn Arjen Robben verður ekki með Hollendingum í þeim leik en hann fór meiddur af velli í leiknum í gær og er um nárameiðsli að ræða.

<div id="gt-src-tools-l"></div> <div></div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert