„Heimskt hjá honum“ - myndskeið

Jóhann Berg lætur skotið ríða af í leiknum í gær.
Jóhann Berg lætur skotið ríða af í leiknum í gær. mbl.is/Skapti Hallgrimsson

Arjen Robben fyrirliði hollenska landsliðsins vandaði ekki varnarmanninum Martins Indi kveðjurnar eftir ósigurinn gegn Íslendingum í Amsterdam í gær.

Indi fékk rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar á 33. mínútu.

„Þetta var óatvinnumannalegt og heimskt hjá honum. Ég get ekkert annað sagt um að það. Með þessu gerði hann liðinu mikinn óleik,“ sagði Robben, sem þurfti að hætta leik vegna nárameiðsla á 31. mínútu. Það var mikil áfall fyrir Hollendinga að missa Robben útaf og tveimur mínútum síðar kom annað áfall þegar rauða spjaldið fór á loft.

Robben mun ekki spila með Hollendingum þegar þeir mæta Tyrkjum á sunnudaginn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert