Bayern slátraði Dortmund

Robert Lewandowski hefur gjörsamlega farið hamförum í síðustu leikjum.
Robert Lewandowski hefur gjörsamlega farið hamförum í síðustu leikjum. AFP

Robert Lewandowski hélt áfram að salla inn mörkum fyrir Bayern München þegar liðið gjörsigraði Dortmund, 5:1, í toppslag þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í dag.

Bayern hefur þar með unnið alla átta leiki sína og er með sjö stiga forskot á Dortmund á toppi deildarinnar.

Lewandowski skoraði tvö mörk í dag og hefur þar með skorað 12 mörk í síðustu fjórum leikjum með Bayern!

Thomas Müller skoraði tvö fyrstu mörk Bayern áður en Pierre-Emerick Aubameyang minnkaði muninn fyrir hlé. Lewandowski skoraði svo í upphafi seinni hálfleiks, og annað mark korteri síðar, áður en Mario Götze bætti við fimmta markinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert