Fær ekkert að spila en er með gegn Íslandi

Arda Turan.
Arda Turan. AFP

Besti knattspyrnumaður Tyrklands um þessar mundir, Arda Turan, er í leikmannahópnum sem mætir Íslandi næsta þriðjudag í lokaumferð undankeppni EM, þrátt fyrir að hafa ekki spilað leik með félagsliði sínu í vetur.

Turan samdi við Barcelona í sumar en vegna félagaskiptabanns spænska félagsins má Turan ekki spila fyrr en eftir áramót. Þá hefur markaskorarinn Burak Yilmaz jafnað sig af meiðslum og er í hópnum. Hópurinn:

Markverðir: Volkan Babacan (Basaksehir), Mert Akyüz (Adanaspor), Mert Günok (Bursaspor).

Varnarmenn: Hakan Balta (Galatasaray), Sener Özbayrakli, Caner Erkin (báðir Fenerbahce), Ersan Gulu (Besiktas), Serdar Aziz, Emre Tasdemir (Bursaspor).

Miðjumenn: Hakan Calhanoglu (Leverkusen), Mehmet Topal, Ozan Tufan, Volkan Sen (allir í Fenerbahce), Selcuk Inan, Yasin Öztekin (báðir í Galatasaray), Gökhan Tore, Olcay Sahan, Oguzhan Özyakup (allir í Besiktas), Arda Turan ( Barcelona), Okay Yokuslu (Trabzonspor).

Sóknarmenn: Umut Bulut, Burak Yilmaz (báðir í Galatasaray), Cenk Tosun (Besiktas), Mevlüt Erding (Hannover). sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert