Rosengård í þægilegri stöðu

Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.

Sænska knattspyrnuliðið Rosengård FC sigraði finnska liðið PK-35 2:0 í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu i dag en leikið var í Finnlandi.

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn með Rosengård sem hefur átt gott tímabil til þessa en liðið er í titilbaráttunni í Svíþjóð.

Liðið vann þá PK-35 2:0 í Finnlandi í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þetta setur liðið í afar góða stöðu fyrir síðari leikinn í Malmö.

Rosengård datt út í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra fyrir Wolfsburg en árinu þar á undan datt liðið út fyrir sama liði í 16 liða úrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert