Holland sigraði Kasakstan

Hollendingar fagna marki í dag.
Hollendingar fagna marki í dag. AFP

Holland sigraði Kasakstan, 2:1, í A-riðli undankeppni EM í knattspyrnu í dag. Með sigrinum komst Holland upp fyrir Tyrkland í þriðja sæti riðilsins, í smástund í það minnsta en Tyrkland sækir Tékkland heim í leik sem hefst klukkan 18.45. Sigri Tékkar þann leik komast þeir á topp riðilsins, upp fyrir Íslendinga.

Georginio Wijnaldum kom Hollendingum yfir í fyrri hálfleik í Kasakstan og Wesley Sneijder bætti við marki í síðari hálfleik. Kuat minnkaði muninn fyrir heimamenn í uppbótartíma.

Einnig fóru tveir leikir framí H-riðli undankeppninnar. Noregur sigraði Möltu örugglega, 2:0, og Ítalía vann Aserbadjan á útivelli, 3:1. Liðin eru í tveimur efstu sætum riðilsins en Króatía fylgir þeim eins og skugginn og taka á móti Búlgaríu í leik sem hefst klukkan 18.45. 

Úrslit leikjanna sem hófust klukkan 16.00:

Kasakstan - Holland 0:2
Noregur - Malta 2:0
Aserbadjan - Ítalía 1:3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert