„Vorum oft 10 á móti 11 á æfingum“

Sér Mourinho betur en dómararnir?
Sér Mourinho betur en dómararnir? AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gagnrýnt dómara á Ítalíu og segir þá hafa gert mörg mistök þegar hann var stjóri Inter þar í landi. Sérstaklega hafi ástandið verið erfitt í deildarleikjum Inter eftir erfiða Meistaradeildarleiki.

„Það var alltaf vesen í leikjunum í deildinni sem komu í kjölfarið á Meistaradeildarleikjum. Ég man sérstaklega eftir því þegar við töpuðum í eitt skipti fyrir Roma en mín tilfinning var ávallt sú að dómarar gerðu mikið af mistökum gegn Inter,“ sagði Mourinho.

Vegna þess hafi Portúgalinn látið sitt lið gera heldur óhefðbundnar æfingar fyrir leiki. „Við vorum oft 10 á móti 11 á æfingum; til að venjast því að vera manni færri í leikjum. Hins vegar klikkaði ég alveg á því að vera 9 á móti 11 en tveir leikmanna minna voru reknir af velli gegn Sampdoria,“ bætti Mourinho við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert