Norðmenn nálægt sigri á Ítalíu

Ítalir fagna í kvöld.
Ítalir fagna í kvöld. AFP

Ítalía sigraði Noreg, 2:1 í H-riðli undankeppni EM í kvöld. Króatía sigraði Möltu, 1:0 á sama tíma og skilja því Norðmenn eftir í umspilssætinu. Ítalía og Króatía enduðu í tveimur efstu sætum H-riðilsins og komast því beint á EM.

Það verða því þrjár Norðurlandaþjóðir sem leika í umspili um laust sæti á EM; Noregur, Svíþjóð og Danmörk.

Alexander Tettey kom Norðmönnum yfir gegn Ítalíu í fyrri hálfleik en Ítalir svöruðu í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Graziano Pellé og Alessandro Florenzi. Í sama riðli sigraði Búlgaría Aserbadjan 2:0.

Bosnía sigraði Kýpur, 3:2, á Kýpur í B-riðlinum. Úrslitin þýða það að Bosnía fer í umspilið en Kýpur situr eftir með sárt ennið. Í sama riðli sigraði Belgía Ísrael, 3:1. 

Wales tók á móti Andorra í þýðingarlitlum leik. Heimamenn tryggðu sér sæti á EM í síðustu umferð en sigruðu gesti sína frá Andorra í kvöld með tveimur mörkum gegn engu.

Lokstaðan í H-riðli

1. Ítalía 24 stig
2. Króatía 20 stig
3. Noregur 19 stig
4. Búlgaría 11 stig
5. Aserbadjan 6 stig
6. Malta 2 stig

Lokastaðan í B-riðli

1. Belgía 23 stig
2. Wales 21 stig
3. Bosnía 17 stig
4. Ísrael 13 stig
5. Kýpur 12 stig
6. Andorra 0 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert