Sluppum vel að fleiri meiddust ekki

Jose Mourinho á hliðarlínunni í kvöld.
Jose Mourinho á hliðarlínunni í kvöld. AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var skiljanlega sáttur eftir 4:0-sigur sinna manna gegn Maccabi Tel-Aviv í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar sem Porto tapaði sínum leik fór Chelsea á topp G-riðils.

„Þetta var mjög mikilvægur sigur, sérstaklega því Porto tapaði. Það er gott að hafa unnið nú tvo leiki í röð og ég vona að það skili sér í betra sjálfstrausti. Þeir [Maccabi] áttu samt ekki skilið að tapa svona stórt, þeir stóðu sig ágætlega þrátt fyrir að missa mann af velli,“ sagði Mourinho, sem var hins vegar ekki sáttur við völlinn.

„Völlurinn var mjög erfiður. Ramires meiddist á æfingu í gær og John Terry í leiknum í dag, og við sluppum vel með aðeins tvo meidda. Völlurinn var mjög slæmur,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert