Zenit enn með fullt hús stiga

Hulk hjá Zenit með boltann gegn Ruben Vezo í kvöld.
Hulk hjá Zenit með boltann gegn Ruben Vezo í kvöld. AFP

Tveimur leikjum er lokið í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, en riðlakeppnin heldur áfram í kvöld. Zenit frá Pétursborg heldur áfram sigurgöngu sinni en jafntefli var í hinum leiknum á milli BATE og Leverkusen. Það tryggði Barcelona áfram.

Zenit vann 2:0 sigur á Valencia, þar sem Oleg Shatov og Artem Dzyuba skoruðu mörkin, en hinn síðarnefndi jafnaði þar sem Cristiano Ronalo yfir markahæstu menn tímabilsins í Meistaradeildinni með fimm mörk. Zenit er á toppi H-riðils með fimmtán stig, fullt hús, eftir fimm leiki. Valencia er í öðru sæti en getur misst það til Gent vinni það Lyon í kvöld.

Stig gerði hins vegar lítið fyrir BATE og Leverkusen í E-riðli. Mikhail Gordeichuk kom BATE yfir strax á annarri mínútu en Admir Mehmedi jafnaði metin í síðari hálfleik. BATE er í neðsta sæti riðilsins með fjögur stig en Leverkusen jafnaði Roma að stigum í öðru sætinu, en Roma mætir Barcelona síðar í kvöld. Börsungar komust áfram úr riðlinum með jafnteflinu.

Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu á mbl.is, en hinir sex leikirnir eru einnig í beinni og má fylgjast með lýsingunni HÉR.

BATE - Leverkusen 1:1
Zenit - Valencia 2:0

18.50 Leikjunum er lokið.

18.36 Rautt spjald í Pétursborg! Enn aukast raunir Valencia, þar sem Rúben Vezo er rekinn af velli. Staðan 2:0 fyrir Zenit.

18.31 Mark í Pétursborg! Zenit – Valencia 2:0. Toppliðið virðist vera að vinna sinn fimmta leik í röð, en Artem Dzyuba var að bæta við marki fyrir þá rússnesku. Þetta er fimmta mark hans í Meistaradeildinni og er hann markahæstur ásamt Cristiano Ronaldo.

18.24 Mark í Borisov! BATE – Leverkusen 1:1. Þjóðverjarnir hafa jafnað, en markið skoraði Admir Mehmedi eftir undirbúning frá Hakan Calhanoglu.

18.03 Síðari hálfleikur er hafinn.

17.47 Hálfleikur. Heimaliðin eru bæði yfir í leikjunum tveimur. 

17.38 Það er fátt um fína drætti í leikjunum fyrir utan þessi tvö mörk. Að minnsta kosti ekkert sem er frásögu færandi þar sem jafnræðið er nokkuð í spilamennskunni.

17.15 Mark í Pétursborg! Zenit – Leverkusen 1:0. Heimamenn eru komnir yfir gegn þeim þýsku, en markið skoraði kantmaðurinn Oleg Shatov eftir snarpa sókn þeirra. Fimmti sigurleikurinn í röð í riðlinum í uppsiglingu?

17.10 Markið sem Gordeichuk skoraði kom eftir eina mínútu og átta sekúndur, sem er fljótasta mark Meistaradeildarinnar í ár.

17.03 Mark í Borisov! BATE – Leverkusen 1:0. Það tók heimamenn ekki langan tíma að komast yfir, en markið skoraði Mikhail Gordeichuk strax á annarri mínútu. Skot hans virtist þá fara beint á Bernd Leno í marki Leverkusen, en endaði í markinu.

17.01 Leikirnir tveir eru hafnir.

0. Byrjunarliðin í leikjunum tveimur eru klár og þau má sjá hér að neðan. Flautað er til leiks klukkan 17.

BATE: Chernik, Zhavnerchik, Milunović, Mladenović, Polyakov, Yablonski, A Volodko, Rios, Hleb, Mozolevski, Gordeichuk.
Leverkusen: Leno, Ramalho, Tah, Wendell, Donati, Hakan Çalhanoğlu, Kramer, Bellarabi, Kampl, Hernández, Mehmedi.

Zenit: Lodygin, Criscito, Lombaerts, Luís Neto, Smolnikov, Garay, Danny, Shatov, Witsel, Hulk, Dzyuba.
Valencia: Doménech, João Cancelo, Rúben Vezo, Gayà, Abdennour, Feghouli, Parejo, Pérez, André Gomes, Paco Alcácer, Mir.

Úr leik BATE og Leverkusen í kvöld.
Úr leik BATE og Leverkusen í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert