Þessi lið eru komin áfram

Birkir Bjarnason og samherjar hans í Basel eru á meðal …
Birkir Bjarnason og samherjar hans í Basel eru á meðal liða sem leika í 32-liða úrslitunum. Andy Mueller/freshfocus

15 lið hafa tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu en það var ljóst eftir að fimmta umferð riðlakeppninnar var leikin í dag. 24 lið úr riðlunum 12 fara í 32-liða úrslitin auk átta liða sem lenda í þriðja sæti sinna riðla í Meistaradeildinni.

Ragnar Sigurðsson og félagar hans í Krasnodar og Birkir Bjarnason og félagar hans í Basel eru á meðal þeirra sem hafa tryggt sér áframhaldandi þátttöku í keppninni.

Einnig hafa ensku stórliðin Tottenham og Liverpool tryggt sér áframhaldandi þátttökurétt í Evrópudeildinni. Hólmar Örn Eyjólfsson, Matthías Vilhjálmsson og félagar þeirra í Rosenborg eiga ekki lengur möguleika á að komast áfram. Það varð ljóst eftir 1:1 jafntefli þeirra gegn Saint-Étienne.

Liðin sem eru komin áfram má sjá hér að neðan:

Molde
Liverpool
Krasnodar
Dortmund
Napoli
Villareal
Rapid Vín
Braga
Lazio
Saint- Étienne
Basel
Tottenham
Schalke
Sparta Prag
Athletic Bilbao

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert