PSG er algjörlega óstöðvandi

Zlatan Ibrahimovic sést hér fagna marki
Zlatan Ibrahimovic sést hér fagna marki AFP

Það er ekkert sem virðist geta komið í veg fyrir að Paris Saint-Germain fari með sigur af hólmi í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu þennan veturinn eftir 4:1 sigur gegn Troyes í dag. PSG er með 41 stig eftir 15 leiki en Angers, sem er í öðru sæti deildarinnar er með 26 stig.

Leikurinn í kvöld var hefðbundinn hjá PSG þar sem Edinson Cavani reið á vaðið með fyrsta marki leiksins á 29. mínútu, 1:0 fyrir PSG.  Zlatan Ibrahimovic skoraði annað mark leiksins Lavyin Kurzawa það þriðja og Jean-Kevin Augustin skoraði fjórða mark PSG. Thomas Ayasse skoraði eina mark Troyes á nítugustu mínútu leiksins.

PSG hefur ekki tapað neinum leik á leiktíðinni og var þjálfari PSG, Laurent Blanc, að vonum ánægður með lið sitt að loknum leik í kvöld.

Leikurinn er fyrsti stórleikurinn sem er spilaður í París eftir hryðjuverkaárásirnar 13. nóvember sl. og var gríðarleg öryggisgæsla við leikvang PSG, Parc des Princes, í kvöld.

Áður en leikurinn hófst birtust stórstjörnurnar hver á eftir annarri: Lionel Messi, Neymar, Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og fleiri á risaskjá í myndskeiði þar sem þeir sögðu allir það sama: „Je Suis Paris“ og báru leikmenn PSG sama slagorð á treyjum sínum í leiknum.

Kolbeinn Sigþórsson, tók ásamt félögum sínum í Nantes á móti korsíska liðinu Bastia en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Kolbeinn lék allan tímann.

Staðan í frönsku 1. deildinni og úrslit leikja

Layvin Kurzawa í leiknum í kvöld
Layvin Kurzawa í leiknum í kvöld AFP
Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, var meðal áhorfenda á leiknum í …
Forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, var meðal áhorfenda á leiknum í kvöld. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
Það var gríðarleg öryggisgæsla við leikvanginn í kvöld
Það var gríðarleg öryggisgæsla við leikvanginn í kvöld AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert