Virðist hafa heppnast vel

Hannes Þór Halldórsson, markvörður, fagnar að leikslokum.
Hannes Þór Halldórsson, markvörður, fagnar að leikslokum. mbl.is/Skapti Hallgrimsson

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn bíða sjálfsagt margir hverjir eftir því að heyra fréttir af landsliðsmarkverðinum Hannesi Þór Halldórssyni.

Eftir að hafa sýnt frábæra frammistöðu í marki Íslands í undankeppni EM fór Hannes sem kunnugt er í aðgerð vegna axlarmeiðsla. Morgunblaðið hafði samband við hann í gær og lét hann vel af sér. Er raunar búinn að fá grænt ljós á að hefja fulla endurhæfingu.

„Í fyrradag (á miðvikudag) fékk ég að vita að nú má ég byrja að þjálfa upp öxlina af krafti en fyrstu sex vikurnar má maður lítið annað gera en að leyfa henni að gróa. Mér finnst það vera svolítill léttir því nú eru málin að miklu leyti komin í mínar hendur. Eftir því sem ég er duglegri að æfa því fljótari ætti ég að vera að ná mér. En fram að þeim tímapunkti þarf maður að bíða og getur ekkert gert af viti,“ sagði Hannes sem sinnir endurhæfingunni í Hollandi með sjúkraþjálfurum hjá liði hans NEC Nijmegen.

„Þetta er auðvitað langur vegur og ekki verður látið reyna á öxlina fyrr en hún er orðin miklu sterkari en hingað til hefur alla vega allt litið vel út. Heilsan er bara fín miðað við aðstæður og þann stað sem ég er á í ferlinum.“.

Sjá viðtalið við Hannes Þór í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert