Risasigur keppinauta Íslands

Jane Ross, sem hér á í höggi við Rakel Hönnudóttur, …
Jane Ross, sem hér á í höggi við Rakel Hönnudóttur, skoraði fjögur mörk fyrir Skota í dag. mbl.is/Eggert

Skotar burstuðu í dag lið Makedóníu, 10:0, í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu þegar þjóðirnar mættust á heimavelli St. Mirren í skosku borginni Paisley.

Skoska liðið er því með 12 stig eftir fjóra fyrstu leikina og þremur stigum á undan Íslandi sem er með 9 stig eftir þrjá leiki. Hvíta-Rússland og Slóvenía eru með 3 stig hvort land en Makedónía er án stiga.

Jane Ross skoraði fjögur af mörkum skoska liðsins í dag og Joanne Love gerði þrjú en Hayley Lauder, Lisa Evans og Jennifer Beattie gerðu sitt markið hver. Staðan var 6:0 í hálfleik

Ísland og Skotland leika báða leiki sína í riðlinum á næsta ári en miklar líkur eru á að bæði liðin fari beint í lokakeppni EM 2017 í Hollandi. Sigurlið riðilsins kemst beint á EM og líka sex af þeim átta liðum sem ná bestum árangri í öðru sæti.

Ísland leikur næst við Hvíta-Rússlands á útivelli 12. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert