Litlu liðin líflína fótboltans

Bournemouth er búið að vinna bæði Chelsea og Manchester United …
Bournemouth er búið að vinna bæði Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni vetur.

Eibar, Carpi, Bournemouth, Evian. Hvaða fyrirbæri eru nú það? Vísbending – þetta eru fótboltalið. Nú, einhverjir áhugamannaklúbbar í 4. deild? Já, þeir hafa allir verið það. Hvað er þá svona merkilegt við þá? Jú, þessi fjögur lið léku öll í nokkrum af stærstu deildum í Evrópu á árinu 2015. Á Spáni, Ítalíu, Englandi og í Frakklandi.

Manchester City, Chelsea, Juventus, Real Madrid og París SG. Þetta er öllu kunnuglegri upptalning. Meira að segja harðir antisportistar geta svarað því til að þetta séu nokkur af stærstu og ríkustu knattspyrnufélögum í Evrópu.

Á milli félaganna fjögurra sem talin eru upp í byrjun og hinna fimm er himinn og haf. Stærð, umfang, ríkidæmi – það er með ólíkindum að þau skuli hafa mæst í sömu deild.

En ævintýri gerast enn. Á tímum þar sem peningavaldið ræður nánast öllu í stóru íþróttadeildunum er fegurð fótboltans ekki endilega fólgin í því að sjá forríka leikmenn Manchester City og Chelsea eigast við, þó vissulega geti þeir borið á borð fyrir okkur mögnuð tilþrif og snilldartakta.

Hún er fólgin í því að sjá Eibar standa uppi í hárinu á Real Madrid, sjá Bournemouth vinna Chelsea á Stamford Bridge, sjá Evian komast í bikarúrslitaleikinn í Frakklandi, sjá Carpi (ekki Capri sem Haukur Morthens söng um!) takast á við Juventus.

Sjá viðhorfsgrein Víðis  Sigurðssonar um andstæður og ævintýri í fótboltanum í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert