Vongóður um að halda sætinu

Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hallgrímur Jónasson, fyrirliði OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vill að lið hans spili skemmtilegan og sóknarsinnaðan fótbolta, en þetta segir hann í viðtali við Bold.dk.

Hann lék með SonderjyskE í Danmörku í þrjú ár áður en hann samdi við OB á síðasta ári en hann er nú þegar orðinn fyrirliði liðsins.

Liðið er í 7. sæti deildarinnar en það hefur skorað 29 mörk til þessa. Hallgrímur vill sjá skemmtilegri og sóknarsinnaðri fótbolta.

„Það er engin auðveld lausn í þessu. Við verðum að halda áfram að taka áhættur í leikjunum okkar. Við erum að finna rétta jafnvægið á meðan við spilum skemmtilegri og sóknarsinnaðan fótbolta,“ sagði Hallgrímur.

Hann er þá vongóður um að halda sæti sínu í íslenska landsliðinu.

„Ég hef verið undanfarnið í hópnum svo auðvitað vonast ég eftir því að komast á EM. Það yrði mögnuð reynsla. Ef ég spila vel með OB þá á ég góðan möguleika,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert