Barcelona stendur vel að vígi

Neymar, Munir El Haddadi og Arda Turan fagna marki Neymar …
Neymar, Munir El Haddadi og Arda Turan fagna marki Neymar í leiknum í kvöld. AFP

Barcelona gerði góða ferð þegar liðið heimsótti Baskaland í kvöld, en Katalóníumenn unnu 2:1 sigur gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í  átta liða úrslitum spænska Konungsbikarsins í knattspyrnu karla.

Lionel Messi og Luis Suárez léku ekki með Barcelona í kvöld, en í stað þeirra drógu Neymar og Munir El Haddadi vagninn í sóknarleiknum og sáu um markaskorun liðsins.

Aritz Aduriz minnkaði svo muninn fyrir heimamenn undir lok leiksins og veitti Athletic Bilbao örlitla líflínu fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Nou Camp eftir sléta viku. 

Á sama tíma gerðu Celta Vigo og Atlético Madrid markalaust jafntefli.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert