Hefði ekki hleypt Balotelli í búningsklefann

Balotelli eltir boltann í leik á dögunum.
Balotelli eltir boltann í leik á dögunum. AFP

Fyrrverandi leikmaður AC Milan, Alessandro Costacurta, er ekki hrifinn af sóknarmanninum Mario Balotelli. Costacurta, sem vann fjölda titla á 21 árs ferli sínum sem leikmaður Milan, segir að Balotelli hefði ekki verið velkominn í sitt lið.

Balotelli hefur átt við meiðsli að stríða á tímabilinu og aðeins leikið níu fyrir Milan á tímabilinu og hefur hann skorað í þeim tvö mark. Þessi 25 ára gamli fram­herji er þekkt­ur fyr­ir vand­ræði sín utan vall­ar.

„Á mínum tíma hjá Milan hefði hann aldrei spilað, hann hefði ekki einu sinni fengið að koma inn í búningsklefann,“ sagði Costacurta í viðtali við ítalska fjölmiðla.

Costacurta vill að Balotelli aðlagist Milan eins og miðjumaðurinn Gennaro Gattuso gerði þegar hann kom félagsins rétt fyrir aldamótin. „Þegar Gattuso kom átti hann skilið að leika fyrir AC Milan. Hann hagaði sér ekki vel. En hann var klár strákur og féll fljótlega vel inn í hópinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert