Endurkoma og mark hjá Guðnýju

Guðný Björk Óðinsdóttir á fullri ferð í landsleik fyrir hálfu …
Guðný Björk Óðinsdóttir á fullri ferð í landsleik fyrir hálfu öðru ári. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Guðný Björk Óðinsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu til skamms tíma, hefur tekið fram skóna á ný með sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad en hún hætti í fyrravor vegna þrálátra meiðsla.

Guðný, sem hefur verið með eindæmum óheppin með meiðsli á ferlinum, lék með Kristianstad frá árinu 2008 en hætti eftir að hún hafði spilað tvo deildarleiki í upphafi síðasta tímabils.

Hún kom inná sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks í æfingaleik gegn Bröndby frá Danmörku um helgina og skoraði mark Kristianstad í 2:1 ósigri. 

Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad frá 2008 og Sif Atladóttir leikur einnig með liðinu.

Guðný er 27 ára gömul en hún á að baki 86 leiki í sænsku úrvalsdeildinni og 42 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Viðtal við Guðnýju frá 8. maí 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert