„Ekki gáfulegasta ákvörðunin sem ég hef tekið“

Guðný Björk Óðinsdóttir í landsleik.
Guðný Björk Óðinsdóttir í landsleik. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Ég hef tekið mjög heimskulegar ákvarðanir í lífinu, og það yrði ein af þeim ef ég myndi halda áfram í fótboltanum núna. En það er bara svo ógeðslega erfitt að hætta alveg,“ sagði Guðný Björk Óðinsdóttir knattspyrnukona við Morgunblaðið í gær.

Fyrir níu mánuðum tilkynnti hún að takkaskórnir væru komnir á hilluna, aðeins 26 ára gömul, en hún var þá að jafna sig eftir aðgerð vegna minni háttar meiðsla í hné. Áður hafði Guðný gengið þá þrautagöngu fjórum sinnum (!) að koma sér af stað eftir krossbandsslit í hné. Það kom því kannski ekki á óvart að Guðný skyldi ákveða að hætta, en nú er hún byrjuð að láta til sín taka á fótboltavellinum á nýjan leik með Kristianstad í Svíþjóð.

„Það eru margir með svipaða sögu og ég sem taka samt þátt í einhverjum firmamótum og svona. Það er alveg sama áhætta fólgin í því eins og fyrir mig að mæta á æfingar 1-2 sinnum í viku. Ég ætla bara að taka hvern dag fyrir sig og sjá hvernig þetta gengur. Beta er ekki að fara að treysta á mig sem leikmann eða neitt svoleiðis. Ég er náttúrlega með ónot í maganum, því ég veit alveg að þetta er ekkert gáfulegasta ákvörðun sem ég get tekið, en á móti kemur að maður lifir bara einu sinni,“ sagði Guðný.

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert