Basel með stórsigur í toppslagnum

Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu.
Birkir Bjarnason í leik með íslenska landsliðinu. JANEK SKARZYNSKI

Birkir Bjarnason og félagar hans í Basel sigruðu Grasshoppers 4:0 í á útivelli í uppgjöri efstu liðanna í svissnesku knattspyrnunni í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn byrjaði leikinn á tréverkinu en var skipt inná á 52. mínútu leiksins í stöðunni 2:0.

Sigur Basel var aldrei í hættu í dag en liðið er í efsta sæti deildarinnar með 49 stig eða fimmtán stigum á undan Grasshoppers sem er með 34 stig í öðru sæti.

Birkir hefur verið öflugur með Basel á leiktíðinni en hann hefur leikið 17 leiki, gert 4 mörk og lagt upp 3 mörk. Liðið á stórleik framundan næsta fimmtudagskvöld þegar það sækir heim franska liðið St.Étienne í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar, einmitt á sama velli og Ísland mætir Portúgal í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert