Emil lék í tapi

Emil Hallfreðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Emil Hallfreðsson í leik með íslenska landsliðinu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, lék allan leikinn er Udinese tapaði 1:0 fyrir Bologna í ítölsku A-deildinni í dag.

Miðjumaðurinn knái gekk til liðs við Udinese frá Hellas Verona undir lok félagaskiptagluggans en honum tókst strax að festa sæti sitt í byrjunarliðinu.

Hann spilaði allan leikinn í dag í eins marks tapi gegn Bologna en Mattia Destro skoraði sigurmarkið þegar tíu mínútur voru eftir.

Udinese er í 14. sæti deildarinnar með 27 stig á meðan Bologna er í 10. sæti með 33 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert