Pires er loks hættur

Robert Pires, fyrir miðju, eftir leik með franska landsliðinu árið …
Robert Pires, fyrir miðju, eftir leik með franska landsliðinu árið 2008. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Robert Pires tilkynnti loks í dag að hann hafi ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna.

Pires er orðinn 42 ára gamall og hann endaði feril sinn með lið FC Gola í indversku úrvalsdeildinni sem hann lék með á síðustu leiktíð.

Pires var heimsmeistari með Frökkum árið 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hann lék með Arsenal frá 2000 til 2006 og varð í tvígang Englandsmeistari með liðinu og vann enska bikarinn tvisvar sinnum. Hann lék einnig með Aston Villa, Villareal, Marseille og Metz.

Pires lék 79 leiki með franska landsliðinu og skoraði í þeim 14 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert