Getur haft slæmt áhrif á liðsandann

Olivier Giroud fagnar marki sínu fyrir Frakka gegn Hollandi á …
Olivier Giroud fagnar marki sínu fyrir Frakka gegn Hollandi á Amsterdam ArenA í vikunni. AFP

Franski landsliðsframherjinn Oliver Giroud viðurkennir að deilur Karim Benzema og Mathieu Valbuena geti haft slæm áhrif á liðsanda franska liðsins í lokakeppni EM sem fram fer í sumar. 

Benzema var settur í tímabundið bann frá franska landsliðinu í desember á síðasta ári eftir að hafa verið til rannsóknar vegna tilraunar til þess að kúga fé úr hendi Valbuena, félaga síns í franska liðinu.    

Benzema er talinn hafa haft milligöngu um að hóta að kynlífsmyndband af Vabuena verði opinberað, en Benzema hefur neitað þeim ásökunum. Ákvörðun verður tekin um framtíð Benzema hjá franska liðinu 15. apríl næstkomandi.

„Þetta er leiðindamál sem getur klárlega haft slæm áhrif á liðsandann. Ég reyni samt að leiða ekki hugann að því og einbeita mér að því að því sem gerist innan vallar í staðinn. Það sem skiptir mestu máli er að við stöndum okkur vel inni á vellinum og setjum til hliðar það sem gerist utan vallar,“ sagði Giroud á blaðamannafundi eftir 3:2 sigur Frakka gegn Hollandi þar sem Benzema skoraði eitt marka franska liðsins.

Didier Deschamps mun tilkynna 23 manna leikmannahópi sinni í lokakeppninni í sumar 12. maí næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert