Nefbrotnaði og spilar ekki á Wembley

Jasper Cillessen, fyrir miðju, studdur af velli alblóðugur í andlitinu …
Jasper Cillessen, fyrir miðju, studdur af velli alblóðugur í andlitinu eftir að hafa nefbrotnað. AFP

Jasper Cillessen markvörður hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu varð fyrir því óláni að nefbrotna á æfingu hollenska landsliðsins í dag og hann missir þar að leiðandi af leiknum gegn Englendingum á Wembley þriðjudaginn.

Cillesen lenti í árekstri við Klaas Jan Huntelaar með fyrrgreindum afleiðingum og hefur Michel Vorm varamarkvörður Tottenham verið kallaður inn í hópinn í stað Cillesen. Hann stóð síðast á milli stanganna hjá Hollendingum þegar hann kom inná lokamínútunum á móti Brasilíumönnum á HM 2014.

Þá hefur Marco van Ginkel miðjumaður úr PSV verið valinn í hópinn í stað Davy Klaassen fyrirliða Ajax sem meiddist í leiknum við Frakka í fyrrakvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert