„Svo hótuðu þeir bara að lækka launin“

Helena Ólafsdóttir.
Helena Ólafsdóttir. mbl.is/Eva Björk

„Þetta er engin draumastaða, og eiginlega alveg glatað bara,“ sagði Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari í Noregi og fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna, sem er ósátt við sína stöðu hjá Fortuna Ålesund sem leikur í næstefstu deild kvenna.

Helena tók við liðinu fyrir síðustu leiktíð og endaði það um haustið í 9. sæti með 22 stig úr 22 leikjum. Nýtt tímabil hófst fyrir skömmu og hefur Fortuna fengið fjögur stig úr fyrstu tveimur umferðunum.

Utan vallar hafa hlutirnir hins vegar ekki verið sem skyldi á þessu ári, og segist Helena hafa fengið á tilfinninguna að forráðamenn Fortuna væru að reyna að bola sér úr starfi. Þeir hafi reynt að komast undan því að standa við gerða samninga og hótað að lækka laun þjálfarans.

Sjá viðtal við Helenu í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert