Atlético Madrid í úrslitaleikinn

Leikmenn Atético Madrid fagna marki Antoine Griezmann gegn Bayern München …
Leikmenn Atético Madrid fagna marki Antoine Griezmann gegn Bayern München í leik liðanna í kvöld. CHRISTOF STACHE

Atlético Madrid fær þriðja möguleika sinn til þess að bera sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir 2:1 ósigur gegn Bayern München í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Allianz Arena í kvöld.

Atlético hafði betur í fyrri leik liðanna á Vicente Calderón með einu marki gegn engu. Úrslitin í viðureigninni urðu þar af leiðandi jöfn samanlagt 2:2, en útivallarmark Antoine Griezmann reyndist gulls ígildi og tryggði Atlético sæti í úrslitaleiknum.

Xabi Alonso kom Bayern yfir með skoti beint úr aukaspyrnu sem hafði viðkomu í varnarmanni Atlético á leiðinni í markið. Robert Lewandowski strengdi svo líflínu fyrir Bayern þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir, en lengra komust leikmenn þýska liðsins ekki og sitja eftir með sárt ennið.  

Bæði lið brenndu af vítaspyrnu í leiknum, en Jan Oblak, markvörður Atlético, varði vítaspyrnu Thomas Müller í fyrri hálfleik og Manuel Neuer, markvörður Bayern varði vítaspyrnu Fernando Torres í síðari hálfleik. 

Bayern féll í kvöld úr leik þriðja árið í röð fyrir spænsku liði í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, en áður höfðu Real Madrid og Barcelona hindrað för þýska liðsins í úrslitaleikinn.

Atlético mætir annað hvort Real Madrid eða Manchester City í úrslitaleiknum á San Siro í Mílanó þann 28. maí næstkomandi, en liðin mætast í seinni leik liðanna á Santiago Bernabéu annað kvöld. 

Þetta er í þriðja skipti sem Atlético kemst í úrslitaleikinn, en liðið beið lægri hlut í leikjunum tveimur. Fyrra skiptið var vorið 1974 þegar liðið tapaði einmitt fyrir Bayern í úrslitum. Þá tapaði liðið fyrir erkifjendum sínum, Real Madrid, í dramatískum leik árið 2014. 

90. Leik lokið með 2:1 sigri Bayern München sem dugir þó ekki til.  

90. Skipting hjá Atlético Madrid. Koke fer af velli og Stefan Savic kemur inná. 

88. David Alaba, leikmaður Bayern München, með fínt skot af löngu færi sem Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, á í nokkrum vandræðum með að verja skot Alaba.  

84. Atlético Madrid fær vítaspyrnu eftir að Javi Martinez brýtur á Fernando Torres að því er virðist fyrir utan teig, en Cuneyt Cakir, dómari leiksins, bendir á vítapunktinn. Manuel Neuer, markvöður Bayern München gerir sér lítið fyrir og ver vítapspyrnuna frá Fernando Torres. Neuer heldur lífi í vonum Bayern München. 

81. Skipting hjá Atlético Madrid. Antoine Griezmann fer af velli og Thomas kemur inná. 

74. MARK. Bayern - Atlético, 2:1. MARK. Robert Lewandowski kemur Bayern München yfir á nýjan leik þegar hann skorar níunda mark sitt í Meistaradeild Evrópu og 39. mark sitt fyrir Bayern München í vetur. Arturo Vidal skallar boltann fyrir markið á Lewandowski sem skorar með skalla í autt markið. Eitt mark í viðbót frá Bayern München og liðið er á leið í úrslitaleikinn á kostnað Atlético Madrid. 

74. Enn og aftur berst boltinn til Javier Martinez, leikmanns Bayern München, en skalli hans fer eins og áður framhjá marki Atlético Madrid. 

73. Skipting hjá Bayern München. Douglas Costa fer af velli og Kingsley Coman kemur inná. 

69. Robert Lewandowski, framherji Bayern München, fær fína sendingu frá Arturo Vidal og nær ágætis skoti í fínu færi, en enn og aftur er Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, réttur maður á réttum stað. 

67. Xabi Alonso, leikmaður Bayern München, með skot af löngu færi sem Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, ver nokkuð auðveldlega.

60. Juanfran, leikmaður Atlético Madrid, með skot af 25 metra færi sem fer framhjá marki Bayern München. 

53. MARK. Bayern - Atlético, 1:1.  Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid, fær sendingu inn fyrir vörn Bayern München eftir sendingu frá Fernando Torres. Griezmann gerir engin mistök og skýtur með föstu skoti framhjá Manuel Neuer, markverði Bayern München. Varnarmenn Bayern München reyndu að spila Griezmann rangstæða, en aðstoðardómarinn hélt flaggi sínu niðri. Nú þarf Bayern München að skora tvö mörk til þess að hrifsa sæti Atlético Madrid í úrslitaleiknum til sín. 

49. Javier Martinez, leikmaður Bayern München, með skalla yfir eftir hornspyrnu. 

46. Seinni hálfleikur er hafinn á Alianz Arena.

46. Skipting hjá Atlético Madrid. Augusto Fernandez fer af velli og Yannick Ferreira-Carrasco kemur inná. 

45. Hálfleikur á Alianz Arena þar sem Xabi Alonso kom Bayern München yfir og jafnaði einvígið.   

34. Vítaspyrna er dæmd á Jose Gimenez, leikmann Atlético Madrid, fyrir að hindra för Javier Martinez, leikmanns Bayern München, í átt að markinu, en Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, ver vítaspyrnu Thomas Müller. 

34. Jose Gimenez, leikmaður Atlético Madrid, fær gult spjald fyrir brot. 

30. MARK. Baeyrn - Atlético, 1:0. Bayern München fær aukaspyrnu í fínu skotfæri og skot Xabi Alonso hafnar í netinu í marki Atlético Madrid eftir viðkomu í varnarveggi Atlético Madrid. Nú er staðan 1:1 í einvígi liðanna og framlengt verður ef þetta verður lokastaðan.  

27. Philipp Lahm, hægri bakvörður Bayern München, með fínt skot af vítateigshorninu sem fer yfir mark Atlético Madrid. 

23. Franck Ribery, leikmaður Bayern München, með gott skot af löngu færi sem Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, á í nokkrum vandræðum með, en bjargar eigin skinni með að ná aftur til boltans áður en Robert Lewandowski nær til hans. 

20. Robert Lewandowski, framherji Bayern München, kemst í gott færi eftir sendingu frá Thomasi Müller. Skotvinkillinn er fremur þröngur og Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, bjargar með góðu úthlaupi. 

17. Arturo Vidal, leikmaður Bayern München, með aðra skottilraun sína í leiknum og að þessu sinni hittir hann markið, en Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, handsamar boltann. 

16. Robert Lewandowski, framherji Bayern München við það að ná til boltans eftir skot hjá Thomas Müller, en boltinn fer aftur fyrir endamörk á marki Atlético Madrid. 

15. Gabi, fyrirliði Atlético Madrid, er greinilega staðráðinn i að skora, en hann skýtur aftur að marki Bayern München. Að þessu sinni er skotið betra og veldur Manuel Neuer smá vandræðum, en Neuer grípur hins vegar boltann. 

14. Arturo Vidal, leikmaður Bayern München, með skot af löngu færi sem fer framhjá.  

12. Douglas Costa með hættulega fyrirgjöf sem Robert Lewandowski skallar rétt framhjá marki Atlético Madrid. 

10. Leikar eru farnir að æsast og Bayern München sem er að vakna til lífsins fær aðra hornspyrnu sem liðið nær ekki að færa sér í nyt. 

6. Bayern München fær fyrstu hornspyrnu leiksins og Jerome Boateng skallar boltann yfir. 

5. Leikurinn fer rólgea af stað, en Atlético Madrid hefur verið nær því að skapa sér opin færi. Gabi, leikmaður Atlético Madrid, á fyrsta skot leiksins af löngu færi sem Manuel Neuer, markvörður Bayen München, vera auðveldlega.    

1. Leikurinn er hafinn á Alianz Arena.

0. Atlético Madrid hafði betur í fyrri leik liðanna með einu marki gegn engu, en það var Saul Niguez sem skoraði sigurmark liðsins í þeim leik. 

0. Bayern München getur tryggt sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, en Bayern München bar sigurorð af erkifjendum sínum, Borussia Dortmund í úrslitaleiknum árið 2013. 

0. Atlético Madrid fór alla leið í úrslitaleikinn árið 2014 þegar liðið beið lægri hlut gegn erkifjendum sínum, Real Madrid, í dramatískum leik. 

0. Bayern Müncehn er ósigrað í síðustu 11 leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu á Alianz Arena.

Byrjunarlið Bayern München: Neuer, Ribéry, Martinez, Lewandowski, Costa, Alonso, Boateng, Lahm, Vidal, Müller, Alaba.

Byrjunarlið Atlético Madrid: Oblak, Juanfran, Godin, Gimenez, Filipe Luis, Gabi, Augusto, Koke, Saul, Griezmann, Torres.

Antoine Griezmann, leikmaður Atético Madrid fagnar marki sínu gegn Bayern …
Antoine Griezmann, leikmaður Atético Madrid fagnar marki sínu gegn Bayern München í leik liðanna í kvöld. LUKAS BARTH
Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid jafnar metin gegn Bayern München …
Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid jafnar metin gegn Bayern München í leik liðanna í kvöld. AFP
Leikmenn Bayern München fagna marki Xabi Alonso.
Leikmenn Bayern München fagna marki Xabi Alonso. LUKAS BARTH
Thomas Müller, leikmaður Bayern München, fagnar marki Xabi Alonso.
Thomas Müller, leikmaður Bayern München, fagnar marki Xabi Alonso. AFP
Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid, réttir Robert Lewandowski, framherja Bayern …
Jan Oblak, markvörður Atletico Madrid, réttir Robert Lewandowski, framherja Bayern Münchan, hjálparhönd. AFP
Það er hart barist í leik Bayern München og Atletico …
Það er hart barist í leik Bayern München og Atletico Madrid á Alianz Arena. AFP
Stuðningsmenn Bayern München á leik liðsins gegn Atletico Madrid í …
Stuðningsmenn Bayern München á leik liðsins gegn Atletico Madrid í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert