„Ég er vonsvikinn“

Manuel Pellegrini á bekknum í kvöld.
Manuel Pellegrini á bekknum í kvöld. AFP

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, var svekktur eftir að lið hans var slegið út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Real Madrid leikur hins vegar til úrslita eftir að hafa unnið einvígið 1:0.

Ég er vonsvikinn því mér fannst þetta vera mjög jafn leikur milli tveggja liða sem sköpuðu sér ekki mikið. Það var enginn sem skaraði fram úr hjá liðunum og þess vegan er ég vonsvikinn,” sagði Pellegrini, sem þurfti að gera skiptingu snemma leiks þegar fyrirliðinn Vincent Kompany fór meiddur af velli.

Það er ekki það besta að þurfa að skipta út varnarmanni svo snemma en mér fannst vandamálin hjá okkur ekki vera í vörninni. Við áttum í vandræðum með að skapa okkur marktækifæri og það sama má segja um Real Madrid.

En við lögðum hart að okkur og allan leikinn reyndum við að snúa blaðinu við,” sagði Pellegrini.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert