Kafbáturinn lak á Anfield

Daniel Sturridge fagnar ásamt liðsfélögum sínum í kvöld.
Daniel Sturridge fagnar ásamt liðsfélögum sínum í kvöld. OLI SCARFF

Liverpool komst í kvöld í úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir glæsilegan 3:0 sigur á Villarreal í síðari undanúrslitaviðureign liðanna á Anfield.

Fyrri leikurinn fór 1:0 fyrir Villarreal, eða Gula kafbátnum, eins og liðið er jafnan kallað, en Liverpool sneri blaðinu við á Anfield og vann einvígið samanlagt 3:1. Jürgen Klopp hefur þar með stýrt liði Liverpool til tveggja úrslitaleikja á sínu fyrsta tímabili með Liverpool þrátt fyrir að hafa aðeins tekið við liðinu í október. Liverpool tapaði fyrir Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins fyrr á tímabilinu.

Liverpool mætir Sevilla frá Spáni í úrslitaleiknum en Spánverjarnir slógu út Shakhtar Donetsk frá Úkraínu 3:1 í kvöld og 5:3 samanlagt. Sevilla hefur unnið Evrópudeildina síðustu tvö ár.

Úrslitaleikurinn fer fram í Basel í Sviss þann 18. maí.

Liverpool byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og sótti í átt að Kop-stúkunni frægu.

Eftir aðeins sjö mínútna leik komst liðið í 1:0. Löng sókn Liverpool endaði á Alberto Moreno sem lagði boltann þéttingsfast inn í teig þar sem Daniel Suttridge var í baráttunni við Bruno Soriano, fyrirliða Villarreal, sem varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net af stuttu færi.

Eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn óx Villarreal ásmegin, liðið fékk nokkur færi og eitt gott færi raunar áður en Liverpool skoraði en Simon Mignolet varði vel.

Daniel Sturridge kom Liverpool í 2:0 á 63. mínútu eftir lúmska stoðsendingu frá Roberto Firmino. Sturridge komst gegn markverði Villarreal og setti knöttinn á milli fóta hans, 2:0.

Á 71. mínútu fékk Victor Ruiz að líta sitt annað gula spjald og þar með voru leikmenn Liverpool orðnir manni fleiri.

Leikmenn Villarreal voru hins vegar skeinuhættir eftir það og fengu hálffæri, og þá gerðist bakvörðurinn Alberto Moreno verulega tæpur tæpu korteri fyrir leikslok inn í eigin vítateig en ekkert var dæmt.

Á 81. mínútu afgreiddi Adam Lallana svo einvígið fyrir heimamenn þegar hann skoraði þriðja mark þeirra af stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá Roberto Firmino, 3:0 lokatölur og Liverpool áfram samanlagt 3:1. 

90. Leik lokið á Anfield. Lokatölur 3:1. Gríðarleg fagnaðarlæti á Anfield.

86. Daniel Sturridge í dauðafæri en skotið varið frá honum.

81. MARK! Staðan er 3:0 fyrir Liverpool. Adam Lallana fer væntanlega langt með að klára einvígið, skorar þriðja mark Liverpool! Firmino lék með knöttinn inn í teig, sendi á Sturridge sem klúðraði skotinu, en boltinn rataði á Lallana sem metra frá markinu og mjakaði boltanum yfir línuna.

74. Firmino með ágætt skot fyrir teig en varið. Mikil spenna á Anfield!

69. Rautt spald! Victor Ruiz fær sitt annað gula spjald eftir brot á Lallana og þar með rautt. Liverpool manni fleiri og á aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan teig.

69. Kevin Gameiro og Mariano að klára einvígið fyrir Sevilla. Staðan á Spáni 3:1 og 5:3 samanlagt.

65. Firmino með snilldartakta, tók léttan Zidane á þetta, leggur boltann á Moreno sem á skot framhjá.

63. MARK! Daniel Sturridge skorar! Staðan er 2:0! Firmino nær að læða boltanum inn á Sturridge sem skorar á milli fóta Areola.

62. Daniel Sturridge í álitlegu færi en lætur verja frá sér úr nokkuð þröngu færi.

57. Christian Benteke byrjaður að hita hjá Liverpool.

56. Bæði lið að koma sér í hálfæri, skot á mörk á báða bóga en ekkert alvarlegt. Við förum í framlengingu ef þetta verður lokastaðan eftir venjulegan leiktíma.

46. Síðari hálfleikur er hafinn!

45. Hálfleikur! Jafnt hjá Sevilla og Shakhtar en Sevilla áfram eins og staðan er núna vegna tveggja marka skoraðra á útivelli.

36. Klopp og Marcelino, stjóri Villarreal, ekkert bestu vinirnir á hliðarlínunni heldur.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool og Marcelino Garcia Toral stjóri Villareal …
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool og Marcelino Garcia Toral stjóri Villareal eru ekki góðir mátar. LLUIS GENE

35. Mikil harka að færast í leikinn. Victor Ruiz og Nathaniel Clyne komnir með gul spjöld. Gætu verið fleiri.

25. Frábær hornspyrnu frá Milner. Skapaði mikinn usla í teig Gula kafbátarins. Önnur hornspyrna.

23. Milner haltraði nokkuð lengi, fékk smá hnjask. Virðist ætla að harka það af sér.

13. Frábær bolti frá Milner á Lallana sem nær ekki almennilega til boltans og Villareal-menn bjarga.

9. Kevin Gameiro búinn að koma Sevilla yfir gegn Shakhtar, 1:0, og tvöföldu Evrópudeildarmeistararnir í góðum málum.

7. MARK! Liverpool er komið yfir! Staðan er 1:0. Daniel Sturridge í baráttunni en boltinn fór að lokum í Bruno Seriano, fyrirliða Villarreal, sem verður fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Ef þetta endar svona fer leikurinn í framlengingu.

6. Villarreal fær fyrsta færi leiksins. Fengu tvö fín færi úr teignum en ná ekki að koma knettinum í netið.

1. Leikurinn er hafinn! Liverpool sækir að Kop-stúkunni í fyrri hálfleik.

0. Gríðarleg stemning er í Liverpool-borg eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Liverpool-liðið mætir á Anfield í liðsrútunni og stuðningsmenn þess taka …
Liverpool-liðið mætir á Anfield í liðsrútunni og stuðningsmenn þess taka vel á móti því. OLI SCARFF

0. Byrjunarliðin eru klár. Daniel Sturridge hefur leik annan leikinn í röð og Emre Can snýr aftur eftir að hafa verið meiddur síðust vikur.

LiverpooL: Mignolet, Clyne, Lovr­en, Toure, Mor­eno, Can, Milner, Cout­in­ho, Fir­mino, Lall­ana, Sturridge. 
Bekk­ur: Ward, Benteke, Lucas, Allen, Skrtel, Ibe, Smith.

Villarreal: Areola, Gaspar, Musacchio, Ruiz, Costa, Dos Santos, Pina, Bruno, Denis Suarez, Soldado, Bakambu

Leikmenn Liverpool fagna marki sínu í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna marki sínu í kvöld. OLI SCARFF

 

Leikmenn Liverpool fagna marki sínu í fyrri hálfleik.
Leikmenn Liverpool fagna marki sínu í fyrri hálfleik. LLUIS GENE
Hér sést Daniel Sturridge skora mark tvö fyrir Liverpool í …
Hér sést Daniel Sturridge skora mark tvö fyrir Liverpool í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert