Þarft að sýna þessari keppni virðingu

Ensku sóknarmennirnir hjá Liverpool, þeir Adam Lallana og Daniel Sturridge voru í skýjunum yfir 3:0 sigri liðsins á Villarreal í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Sigurinn fleytti Liverpool í úrslit keppninnar þar sem liðið mætir tvöföldum Evrópudeildarmeisturum Sevilla í úrslitum þann 18. maí í Basel.

Daniel Sturridge spilaði sínar aðrar 90 mínútur í röð fyrir Liverpool í sigrinum í kvöld en hann hefur verið mikið frá á tímabilinu vegna meiðsla.

„Strákarnir eiga skilið að vera komnir í úrslitaleikinn og vonandi getum við unnið hann. Það þarf að sýna þessari keppni virðingu og ég tel okkur hafa gert það,” sagði Adam Lallana eftir leikinn.

„Það skiptast á skin og skúrir í fótbolta. Þú þarft að vera reiðubúinn að láta líkamann vinna og taka áhættur. Þetta er frábær tilfinning,” sagði Sturridge eftir leikinn.

Adam Lallana faðmar Phillipe Coutinho innilega og fagnar sigrinum. Daniel …
Adam Lallana faðmar Phillipe Coutinho innilega og fagnar sigrinum. Daniel Sturridge til vinstri. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert