Avaldsnes í efsta sætinu

Hólmfríður Magnúsdóttir er á toppnum með Avaldsnes.
Hólmfríður Magnúsdóttir er á toppnum með Avaldsnes. Ljósmynd/Avaldsnes.no

Avaldsnes er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna eftir markalaust jafntefli á útivelli gegn meisturum Lilleström í toppslag deildarinnar í dag.

Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir spiluðu allan leikinn með Avaldsnes sem er með 22 stig á toppnum eftir 9 leiki en Lilleström er með 20 stig eftir 8 leiki.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og samherjar geta komist uppfyrir Avaldsnes á markatölu í dag. Þær eru með 19 stig í þriðja sætinu og mæta Medkila á útivelli.

Klepp, undir stjórn Jóns Páls Pálmasonar, er í sjötta sæti með 12 stig og mætir Trondheims-Örn á útivelli í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert