Fagnaði með því að kyssa kærustuna

Yannick Ferreira-Carrasco fagnar marki sínu í kvöld.
Yannick Ferreira-Carrasco fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Yannick Ferreira-Carrasco, leikmaður Atlético Madrid á Spáni, var í skýjunum með jöfnunarmark sitt gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í San Siro í kvöld en hann fagnaði því á viðeigandi hátt.

Sergio Ramos kom Real Madrid yfir með skoti af stuttu færi eftir fimmtán mínútna leik og var útlit fyrir að Real myndi vinna Meistaradeildina í ellefta sinn en Ferreira-Carrasco hélt þó ekki.

Juan Fran átti fyrirgjöf frá hægri inn í teiginn þar sem Ferreira-Carrasco var mættur til þess að skófla boltanum í netið. Hann fagnaði svo með því að hlaupa að kærustu sinni og kyssa hana rækilega.

Kærasta hans, Noemie Happart, er fædd árið 1993, en hún var krýnd ungfrú Belgía árið 2013. Hér fyrir neðan má sjá mynd af þeim kyssast í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert