Arnór Ingvi ekki með í „kveðjuleiknum“

Arnór Ingvi Traustason var ekki með Norrköping í dag og …
Arnór Ingvi Traustason var ekki með Norrköping í dag og hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. Adam Jastrzebowski / Foto Olimpik

Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu, var ekki í leikmannahópnum hjá sænska meistaraliðinu Norrköping gegn Elfsborg í dag. Hann hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir félagið en hann samdi við austurríska liðið Rapid Vín á dögunum.

Arnór samdi við Rapid Vín fyrir nokkrum vikum en hann missti af síðustu tveimur leikjum Norrköping vegna smávægilegra meiðsla. Hann var hvíldur gegn Elfsborg í dag en hann er á leið til Noregs þar sem hann hittir íslenska landsliðshópinn og undirbýr sig fyrir Evrópumótið sem fer fram í Frakklandi í næsta mánuði.

Norrköping gerði markalaust jafntefli við Elfsborg en Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörninni hjá Norrköping.

Hjörtur Hermannsson byrjaði þá er Gautaborg sigraði Helsingborg 3:1 í dag. Honum var skipt af velli á 84. mínútu leiksins.

Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason léku þá allan leikinn fyrir Hammarby sem vann Gefle 3:1.

Staða efstu liða:

1. Malmö 27 stig
2. Norrköping 24 stig
3. Örebro 23 stig
4. AIK 22 stig
5. Gautaborg 21 stig
6. Sundsvall 19 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert